Fótbolti

Mancini: Ekki lent í neinum vandræðum með leikmennina

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Roberto Mancini segir að hann hafi ekki lent í neinum vandræðum með hollustu leikmanna Manchester City eftir að hann tók við liði félagsins í vikunni.

Mark Hughes var rekinn en margir leikmenn nánir honum eru sagðir hafa kvartað við framkvæmdastjóra félagsins og hótað því að fara í janúarglugganum.

„Mér fannst leikmenn æfa mjög vel í vikunni," sagði Mancini sem stýrði sinni fyrstu æfingu á mánudaginn. „Við erum með gott lið og eina vandamálið eru meiðslin sem nokkrir leikmenn hafa orðið fyrir."

„Ég á í góðu sambandi við leikmennina. Ég veit að sumir voru nánir Mark en það er gott fyrir knattspyrnustjóra," sagði Mancini og gantaðist svo:

„Þegar ég fer frá City eftir fimmtán ár, fimm meistaratitla og fjóra aðra bikara munu leikmenn vera í sömu stöðu með mig," sagði grínistinn Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×