Segir ekkert að vanbúnaði að afgreiða málið úr nefnd Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 22. júlí 2009 17:24 Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og skattanefndar. Mynd/Vilhelm „Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, en Icesave frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í dag og vísað til meðferðar fjárlaganefndar. Fulltrúar minnihlutans í efnahags- og skattanefnd og Lilja Mósesdóttir, varaformaður nefndarinnar, hafa lýst óánægju með að málið hafi verið afgreitt úr nefndinni í dag. Þau hefðu viljað hafa málið lengur til umfjöllunar. Helgi segir hins vegar að umfjöllun nefndarinnar um málið hafi þegar staðið lengur en til stóð í upphafi. Nefndin hafi fengið ítarleg gögn um málið og reynt hafi verið að mæta óskum nefndarmanna um gesti. „Við sáum ekkert því að vanbúnaði að senda fjárlaganefnd umsögn um þá þætti sem nefndinni voru faldir til umfjöllunar," segir Helgi og bendir á að meirihluti hafi verið fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Það var þó eftir að Lilja Mósesdóttir kallaði inn varamann þar eð hún vildi ekki blanda Icesave málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi með því að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar. „Það voru þrír nefndarmenn sem kölluðu inn varamenn og um ástæður þess verða þeir að svara til sjálfir," segir Helgi. Helgi segir mikilvægt að málið sé komið til fjárlaganefndar. „Ég held að það sé mikilvægt að lokaumfjöllun málsins sé á einum stað þar sem meiri líkur eru til þess að hægt sé að ná samstöðu um með hvaða hætti sé hægt að standa að afgreiðslu málsins, hvort sem er með nefndaráliti eða samþykkt sem samstaða er um," segir Helgi og bætir við að það sé erfitt verk þegar málið er í þremur mismunandi nefndum. Frumvarpið var einnig til umfjöllunar í utanríkisnefnd og var afgreitt þaðan til fjárlaganefndar í dag. Tengdar fréttir Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10 Framhald á svipugöngum Vinstri grænna Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir við að Icesave málið skyldi hafa verið tekið út úr efnahags- og skattanefnd, segir Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Málið verður ekki rætt frekar í efnahags- og skattanefnd en Tryggvi telur að séu enn að berast nýjar upplýsingar á hverjum 22. júlí 2009 15:29 Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, en Icesave frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í dag og vísað til meðferðar fjárlaganefndar. Fulltrúar minnihlutans í efnahags- og skattanefnd og Lilja Mósesdóttir, varaformaður nefndarinnar, hafa lýst óánægju með að málið hafi verið afgreitt úr nefndinni í dag. Þau hefðu viljað hafa málið lengur til umfjöllunar. Helgi segir hins vegar að umfjöllun nefndarinnar um málið hafi þegar staðið lengur en til stóð í upphafi. Nefndin hafi fengið ítarleg gögn um málið og reynt hafi verið að mæta óskum nefndarmanna um gesti. „Við sáum ekkert því að vanbúnaði að senda fjárlaganefnd umsögn um þá þætti sem nefndinni voru faldir til umfjöllunar," segir Helgi og bendir á að meirihluti hafi verið fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Það var þó eftir að Lilja Mósesdóttir kallaði inn varamann þar eð hún vildi ekki blanda Icesave málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi með því að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar. „Það voru þrír nefndarmenn sem kölluðu inn varamenn og um ástæður þess verða þeir að svara til sjálfir," segir Helgi. Helgi segir mikilvægt að málið sé komið til fjárlaganefndar. „Ég held að það sé mikilvægt að lokaumfjöllun málsins sé á einum stað þar sem meiri líkur eru til þess að hægt sé að ná samstöðu um með hvaða hætti sé hægt að standa að afgreiðslu málsins, hvort sem er með nefndaráliti eða samþykkt sem samstaða er um," segir Helgi og bætir við að það sé erfitt verk þegar málið er í þremur mismunandi nefndum. Frumvarpið var einnig til umfjöllunar í utanríkisnefnd og var afgreitt þaðan til fjárlaganefndar í dag.
Tengdar fréttir Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10 Framhald á svipugöngum Vinstri grænna Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir við að Icesave málið skyldi hafa verið tekið út úr efnahags- og skattanefnd, segir Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Málið verður ekki rætt frekar í efnahags- og skattanefnd en Tryggvi telur að séu enn að berast nýjar upplýsingar á hverjum 22. júlí 2009 15:29 Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10
Framhald á svipugöngum Vinstri grænna Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir við að Icesave málið skyldi hafa verið tekið út úr efnahags- og skattanefnd, segir Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Málið verður ekki rætt frekar í efnahags- og skattanefnd en Tryggvi telur að séu enn að berast nýjar upplýsingar á hverjum 22. júlí 2009 15:29
Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27