Erlent

Stuðningsmenn Zelaya börðust við her og lögreglu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermenn, gráir fyrir járnum, á flugvellinum í Tegucigalpa í gær.
Hermenn, gráir fyrir járnum, á flugvellinum í Tegucigalpa í gær. MYND/Reuters

Til mikilla átaka kom milli hers og lögreglu annars vegar og stuðningsmanna forsetans Manuel Zelaya hins vegar í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, í gærkvöldi. Bráðabirgðastjórn landsins gerði forsetann útlægan í síðustu viku og brutust átökin út þegar stuðningsmenn hans hugðust gera flugvél hans kleift að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar en þar hafði verið komið fyrir hindrunum. Ekki tókst að lenda vélinni sem hélt þá til El Salvador. Sitjandi stjórn hefur lýst því yfir að Zelaya verði handtekinn komi hann til Hondúras og segist hann í samtali við Reuters ákveðinn í að komast þangað þrátt fyrir þær hótanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×