Lífið

Karlarnir hafa grennst rosalega, segir Jónína Ben

Jónína Benediktsdóttir.
Jónína Benediktsdóttir.

„Það liggur beinast við að koma með svona starfsemi til Íslands á erfiðum tímum," svarar Jónína Benediktsdóttir sem er stödd í Póllandi aðspurð út í detoxmeðferðir sem hún starfrækir á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit.

„Það ætti hvergi annarsstaðar að vera betra en að hreinsa sig á Íslandi þar sem mengunin er minnst," bætir hún við.

„Nei en ég vinn með pólska lækninum og við vinnum á netinu," svarar Jónina spurð hvort hún flytji detox-fagfólk með sér hingað frá Póllandi.

„Við verðum í Skype-sambandi og tölum saman í gegnum internetið."

„Nokkrir íslenskir læknar ætla að kynna sér starfsemina. Þá kemur í ljós hvort þeir eru tilbúnir að viðurkenna detoxmeðferðina sem læknismeðferð eða ekki. Ég geri þetta ekki án lækna það er alveg víst," segir Jónína.

Yndislegt í Póllandi

„Það er yndislegt hérna í Póllandi. Gott og skemmtilegt fólk. Meirhlutinn eru karlar og það er algjör nýjung og engir smáræðis karlmenn hérna, þungavigtamenn. Þeir eru bara eins og öreind síðan þeir komu hingað í meðferð því þeir hafa grennst alveg rosalega. Sumir hafa grennst um sex - sjö kíló síðan þeir komu."

„Þegar þeir koma heim fá þeir fræðslu og læra að haga sér eins og menn. Þeir væru nú meiri aularnir sem myndu þyngjast aftur," segir Jónína aðspurð hvort fólk lendi ekki í sama farinu þegar það kemur heim út detoxmeðferð í Póllandi.

Ætlar að gerbreyta Framsóknarflokknum

„Ég var á leiðinni á flokksþingið en svo voru svo mikil verkefni hér í Póllandi þannig að ég komst ekki. Ég ætla að gerbreyta þessum flokki og ég treysti flokksmönnum til að kjósa réttan mann," segir hún að lokum.

Sjá nánar um detoxmeðferðir Jónínu hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.