Fótbolti

Wenger: Síðustu fjögur ár mín bestu hjá Arsenal

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordicphotos/GettyImages
Arsenal hefur ekki unnið titil síðan árið 2005 þegar það vann FA bikarinn. Samt sem áður segir Arsene Wenger að síðustu fjögur árin hafi verið þau gjöfulustu fyrir hann hjá félaginu.

Wenger var ekki lengi að slá í gegn á Englandi en hann hefur unnið þrjá meistaratitla og fjóra FA bikara síðan 1996. Wenger hefur þurft að fara sparlega með peninga eftir að félagið flutti sig á Emirates leikvanginn árið 2006.

Samt sem áður er hann til að mynda nú sagður undir pressu að kaupa leikmenn í janúar. Án mikilla peninga hefur Wenger staðið sig vel í að halda Arsenal meðal þeirra bestu.

„Ég held að eftir að hafa flutt á nýja völlinn, og að halda okkur í topp fjórum síðan þá hafi verið besti tími minn hjá félaginu. Því miður hefur þetta líka verið tími þar sem við höfum ekki unnið neinn titil. En fólk gleymir því að við erum alltaf stöðugir."

„Þetta hefur verið erfiður tími en einnig sá tími þar sem ég hef unnið hvað best."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×