Faðir íslensks drengs verður sendur til Íraks - óttast um líf sitt Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 13. ágúst 2009 10:21 Barnsfaðir íslenskrar konu var á meðal þeirra nítján Íraka sem handteknir voru í kirkju á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Hann óttast að verða sendur til Íraks. Hann saknar sonar síns og vill búa á Íslandi. Búið var að vísa hinum nítján aðilum sem handteknir voru úr landi. Mikil mótmæli upphófust í kjölfar handtökunnar og kom til átaka milli lögreglunnar í Kaupmannahöfn og mótmælenda. Endaði það með því að fimm voru handteknir. Einn hinn handteknu er Ali Nayef. Ali er fæddur í Írak en hefur búið í Danmörku síðastliðin sjö ár. Í fjögur þessara ára bjó hann með íslenskri konu og á með henni einn son. Þau hafa nú slitið samvistum og býr barnsmóðir Ali á Íslandi ásamt syninum. „Þeir vilja senda mig tíl Íraks. Þar á ég engan að, hvorki fjölskyldu né vini," segir Ali sem er í ofanálag dauðhræddur við að snúa aftur til föðurlandsins. „Ég verð drepinn ef ég fer þangað. Auðvitað er ég hræddur." Ali kynntist íslenskri barnsmóður sinni í Danmörku. Hún flutti að hans sögn til Íslands eftir að útlendingaeftirlitið í Danmörku fór að hóta honum að hann yrði sendur heim til Íraks. „Ég hef ekki séð son minn í eitt og háflt ár," segir Ali sem ræðir þó reglulega við hann í síma og á internetinu. Ali heldur nú til í íbúð vinar síns. Hann veit ekki hver næstu skref danskra yfirvalda verða. Sjálfur vill hann fara til Íslands og búa þar. „Ég vil búa á Íslandi. Ég hef tvisvar farið í íslenska sendiráðið og beðið um að fá hæli á Íslandi. Þar fékk ég þau svör að hjálpin þyrfti að berast frá Íslandi." Hann langar að vera hjá syni sínum. „Ég vil horfa á son minn, ég vil faðma son minn, ég vil kyssa son minn," segir Ali örvæntingarfullur. Tengdar fréttir Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13. ágúst 2009 08:40 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Barnsfaðir íslenskrar konu var á meðal þeirra nítján Íraka sem handteknir voru í kirkju á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Hann óttast að verða sendur til Íraks. Hann saknar sonar síns og vill búa á Íslandi. Búið var að vísa hinum nítján aðilum sem handteknir voru úr landi. Mikil mótmæli upphófust í kjölfar handtökunnar og kom til átaka milli lögreglunnar í Kaupmannahöfn og mótmælenda. Endaði það með því að fimm voru handteknir. Einn hinn handteknu er Ali Nayef. Ali er fæddur í Írak en hefur búið í Danmörku síðastliðin sjö ár. Í fjögur þessara ára bjó hann með íslenskri konu og á með henni einn son. Þau hafa nú slitið samvistum og býr barnsmóðir Ali á Íslandi ásamt syninum. „Þeir vilja senda mig tíl Íraks. Þar á ég engan að, hvorki fjölskyldu né vini," segir Ali sem er í ofanálag dauðhræddur við að snúa aftur til föðurlandsins. „Ég verð drepinn ef ég fer þangað. Auðvitað er ég hræddur." Ali kynntist íslenskri barnsmóður sinni í Danmörku. Hún flutti að hans sögn til Íslands eftir að útlendingaeftirlitið í Danmörku fór að hóta honum að hann yrði sendur heim til Íraks. „Ég hef ekki séð son minn í eitt og háflt ár," segir Ali sem ræðir þó reglulega við hann í síma og á internetinu. Ali heldur nú til í íbúð vinar síns. Hann veit ekki hver næstu skref danskra yfirvalda verða. Sjálfur vill hann fara til Íslands og búa þar. „Ég vil búa á Íslandi. Ég hef tvisvar farið í íslenska sendiráðið og beðið um að fá hæli á Íslandi. Þar fékk ég þau svör að hjálpin þyrfti að berast frá Íslandi." Hann langar að vera hjá syni sínum. „Ég vil horfa á son minn, ég vil faðma son minn, ég vil kyssa son minn," segir Ali örvæntingarfullur.
Tengdar fréttir Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13. ágúst 2009 08:40 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13. ágúst 2009 08:40