Lífið

Skoppa tók á móti 10 þúsundasta gestinum

Jóhanna Hlynsdóttir ásamt Hlyni föður hennar, Skoppu, Lísa og sjálfum Bakara Svakara.
Jóhanna Hlynsdóttir ásamt Hlyni föður hennar, Skoppu, Lísa og sjálfum Bakara Svakara.

Skoppa, sem er aðalpersónan í kvikmyndinni Skoppa og Skrítla í bíó, tók á móti 10 þúsundasta gesti myndarinnar í Borgarbíói á Akureyri í dag. Það var Jóhanna Hlynsdóttir sem var svo heppin að vera gestur númer 10 þúsund. Hún og Andrés Ívar bróðir hennar voru svo heppin að hitta Skoppu, Lísa og sjálfan Bakara Svakara í bíó.

Hlynur Ármannsson faðir þeirra Jóhönnu og Andrésar segir í samtali við Fréttastofu að fjölskyldan öll hafi ákveðið að skella sér í bíó. Börnin hafi orðið himinlifandi yfir móttökunum og orðið ægilega hamingjusöm yfir því að hitta Skoppu og félaga. Fjölskyldan hafi jafnframt verið ánægð með myndina. „Þetta var fínasta skemmtun og góður boðskapur á þessum síðustu verstu," sagði Andrés um álit sitt á myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.