Innlent

Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands

Fjölskylduhjálp Íslands biðlar til þjóðarinnar um aðstoð fyrir jólin en matarkistur og skápar Fjölskylduhjálpar Íslands eru tómar samkvæmt tilkynningu frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar.

Hún segir hátt í 16000 einstaklingar vera án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á aðstoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar.

Í dag klukkan 11:00 munu fulltrúar frá Háskólanum í Reykjavík koma með 600 flíkur, jólaföt og annan fatnað, sem söfnuðust meðal kennara og nemenda á nokkrum dögum.

Annars er tekið er á móti fatnaði og matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga kl 9-13, miðvikudaga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13.

Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603. Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr. 101-26-66090, kt. 660903-2590.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×