Svört spá um áhrif tafa á áætlun AGS 10. október 2009 03:30 Umdeilt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS/IMF) á sér marga andstæðinga og þessi var mættur á ársfund sjóðsins í Tyrklandi í upphafi vikunnar til að láta andstöðu sína í ljós.nordicphotos/AFP Töf á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) mun draga úr tiltrú á efnahagsstefnu stjórnvalda heima og erlendis, seinka afnámi gjaldeyrishafta, auka líkur á lægra gengi en hærri verðbólgu, draga úr svigrúmi til vaxtalækkunar og auka líkur á vaxtahækkun. Lánshæfismat ríkissjóðs mun lækka í flokki ótryggra fjárfestinga, sem mun hafa slæm áhrif á endurfjármögnun skuldbindinga innlendra aðila. Þessi svarta spá er sett fram í greinargerð efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til forsætisráðherra, sem birt var í gær. „Ég er þessu mjög sammála,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er vonum seinna að stjórnvöld reyni aðeins að útskýra samhengið fyrir almenningi. Við megum ekki búa okkur til einhverja draumaveröld og flytja síðan inn í hana.“ Í greinargerð ráðuneytisins segir að frestun á því að ganga frá samningum við Breta og Hollendinga um Icesave eigi stóran þátt í töfum á endurskoðun áætlunar AGS. Hinn 23. október renni út lokafrestur til þess að greiða innistæðueigendum Landsbankans og Glitnis þá fjárhæð sem þeir eigi rétt á. Allar heimildir til að lengja frestinn séu fullnýttar; frekari tafir auki líkur á málshöfðun gegn stjórnvöldum, sem geti valdið því að lánshæfismat ríkissjóðs lækki enn frekar. „Endurreisn atvinnulífsins, og þar með aukin atvinnusköpun, byggir á því að dregið verði úr óvissu og fjármálakerfi landsins endurreist,“ segir í greinargerðinni. Yfirtaka kröfuhafa og skilanefndar á Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi skipti mjög miklu máli. Um áhrif af frestun endurskoðunar efnahagsáætlunar á þá vinnu segir: „Vandséð er að þau geti verið jákvæð. Sama má segja um skuldastöðu heimilanna.“ „Ég held að þeir séu ekkert að mála þetta neitt dökkum litum, frekar hitt,“ segir Þórólfur. „Þetta liggur allt í kortunum,“ segir hann. „Mér líður mjög illa yfir þessu ástandi. Ef menn ætla virkilega að fara að hlaupa þetta sjálfir án aðkomu AGS vegna rifrildis út af einhverjum greiðslum árið 2025, þá held ég að menn hafi misst sjónar á samhenginu.“ Í gær var einnig birt bréf frá Seðlabankanum til forsætisráðherra þar sem lýst er svipuðum áhyggjum af töfum á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS. peturg@frettabladid.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Töf á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) mun draga úr tiltrú á efnahagsstefnu stjórnvalda heima og erlendis, seinka afnámi gjaldeyrishafta, auka líkur á lægra gengi en hærri verðbólgu, draga úr svigrúmi til vaxtalækkunar og auka líkur á vaxtahækkun. Lánshæfismat ríkissjóðs mun lækka í flokki ótryggra fjárfestinga, sem mun hafa slæm áhrif á endurfjármögnun skuldbindinga innlendra aðila. Þessi svarta spá er sett fram í greinargerð efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til forsætisráðherra, sem birt var í gær. „Ég er þessu mjög sammála,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er vonum seinna að stjórnvöld reyni aðeins að útskýra samhengið fyrir almenningi. Við megum ekki búa okkur til einhverja draumaveröld og flytja síðan inn í hana.“ Í greinargerð ráðuneytisins segir að frestun á því að ganga frá samningum við Breta og Hollendinga um Icesave eigi stóran þátt í töfum á endurskoðun áætlunar AGS. Hinn 23. október renni út lokafrestur til þess að greiða innistæðueigendum Landsbankans og Glitnis þá fjárhæð sem þeir eigi rétt á. Allar heimildir til að lengja frestinn séu fullnýttar; frekari tafir auki líkur á málshöfðun gegn stjórnvöldum, sem geti valdið því að lánshæfismat ríkissjóðs lækki enn frekar. „Endurreisn atvinnulífsins, og þar með aukin atvinnusköpun, byggir á því að dregið verði úr óvissu og fjármálakerfi landsins endurreist,“ segir í greinargerðinni. Yfirtaka kröfuhafa og skilanefndar á Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi skipti mjög miklu máli. Um áhrif af frestun endurskoðunar efnahagsáætlunar á þá vinnu segir: „Vandséð er að þau geti verið jákvæð. Sama má segja um skuldastöðu heimilanna.“ „Ég held að þeir séu ekkert að mála þetta neitt dökkum litum, frekar hitt,“ segir Þórólfur. „Þetta liggur allt í kortunum,“ segir hann. „Mér líður mjög illa yfir þessu ástandi. Ef menn ætla virkilega að fara að hlaupa þetta sjálfir án aðkomu AGS vegna rifrildis út af einhverjum greiðslum árið 2025, þá held ég að menn hafi misst sjónar á samhenginu.“ Í gær var einnig birt bréf frá Seðlabankanum til forsætisráðherra þar sem lýst er svipuðum áhyggjum af töfum á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira