Lífið

Jade Goody er dáin

Breska raunveruleikaþáttastjarnan Jade Goody lést í nótt eftir baráttu við krabbamein.

Hún var tuttugu og sjö ára.

Goody var fræg á einni nóttu fyrir harða framgöngu í raunveruleikaþættinum Big Brother árið 2002. Hún fór þá að stjórna eigin sjónvarpsþáttum.

Hún tók þátt í stjörnuútgáfu Big Brother þáttanna 2007 þar sem henni lenti illilega saman við indversku Bollywood leikkonuna Shelpu Shetty.

Í ágúst í fyrra greindist hún með leghálskrabbamein. Goody giftist unnusta sínum Jack Tweed í síðasta mánuði en þá var ljóst að hún væri dauðvona. Goody lætur eftir sig tvo syni, sex og fjögurra ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.