Innlent

Innbrotstilraun í Hólabrekkuskóla

Nokkrir ungir drengir gerðu tilraun til þess að brjótast inn í Hólabrekkuskóla í Suðurhólum í Breiðholti í nótt. Lögreglan kom að drengjunum sem eru barnungir, við iðju sína áður en þeir komust inn í húsið og voru þeir færðir á lögreglustöð. Þá voru einar fimm rúður brotnar í Hlíðaskóla í Reykjavík og að sögn lögreglu er um skemmdarverk að ræða en ekki innbrotstilraun. Skemmdarvargarnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×