Innlent

Sagður einn aðalsökudólga hrunsins

Með greininni er birt tölvugerð mynd af Davíð sem sakamanni.
Með greininni er birt tölvugerð mynd af Davíð sem sakamanni.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri er einn af 25 höfuðsökudólgum heimskreppunnar, að mati bandaríska tímaritsins Time.

Meðal annarra á listanum má nefna Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Dick Fuld, fyrrverandi bankastjóra Lehman Brothers, Kathleen Corbet, fyrrverandi forstjóra lánshæfismatsfyrirtækisins Standard & Poor‘s, og „bandaríska neytandann“.

Í skýringum ritsins á vali Davíðs í þennan hóp segir að á þeim tveimur áratugum sem hann hafi farið með völd á Íslandi, fyrst sem forsætisráðherra og svo sem seðlabankastjóri, hafi hann hleypt af stað „nýjum tímum frjálshyggjuhagfræði“, einkavætt þrjá stærstu banka landsins, sett gjaldmiðilinn á flot og talið sig vera að innleiða „gullöld frjáls framtaks“.

En síðan segir: „Úps. Þess í stað er Ísland skólabókardæmi um þjóðhagslegt hrun: Bankarnir þrír, sem voru skuldsettir upp fyrir haus, hafa verið teknir yfir af ríkinu, þjóðarframleiðsla gæti fallið um 10 prósent í ár og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gripið inn í eftir að gjaldmiðillinn missti helming verðgildis síns. Dálagleg tilraun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×