Innlent

Icesave: Greiðslur verði af hagvexti

Þór Saari. Mynd/GVA
Þór Saari. Mynd/GVA

Eina niðurstaðan af fundi fjárlaganefndar í morgun, um Icesave-frumvarpið, var að Seðlabankinn tæki þátt í að meta gildi fyrirvara við ríkisábyrgð. Meðal fyrirvara sem rætt er um að setja, er að Íslendingar greiði Hollendingum og Bretum eingöngu af framtíðarhagvexti.

Seðlabankastjórar komu á fund nefndarinnar, en vildu ekkert tjá sig um hvað hefði verið rætt.

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir að Seðlabankinn ætli að veita stjórnvöldum sérfræðiaðstoð til að meta efnahagslega fyrirvara, sem Alþingismenn ræða nú að gera fyrirvara við frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Þór segir að rætt hafi verið að greiðslur íslenska ríkisins vegna Icesave komi eingöngu af framtíðarhagvexti, en verði ekki eitthvert hlutfall af landsframleiðslu. Mikilvægt sé að greiðslur af Icesave reikningum verði ekki það þungar að lífskjör hér skerðist. Seðlabankinn telji slíkar hugmyndir raunhæfar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×