Innlent

Piparkökulög sett á Frístundaheimili

Nemendur 3.bekkjar á Frístundaheimilinu Hlíðaskjól hafa sett piparkökulög sem samþykkt voru með fjórtán atkvæðum gegn þremur. Piparkökulögin kveða á um hvernig staðið skuli að piparkökubakstri á Íslandi.

Hugmyndin að piparkökulögunum kom frá starfsmanni heimilisins, Hrafni Malmquist, sem vildi kynna nokkur hugtök úr stjórnmálafræðinni fyrir krökkunum. Farið var í vettvangsferð í Alþingishúsið þar sem börnin gengu um þingpallana og samþykktu lögin með meirihluta atkvæða.

Í fyrstu grein laganna segir að markmið þeirra sé að tryggja að piparkökur verði ávallt gerðar úr fyrsta flokks hráefni, bragðist æðislega vel og að piparkökugerðarmennirnir vandi sig ákaflega við gerð þeirra.

Í þriðju grein laganna segir að bannað sé með öllu að notast við einhver hollustuefni eins og t.d sojamjólk eða annan sykur en hvítan sykur, nema menn séu með ofnæmi

Hlíðaskjól er hollustuheimili en þar er einungis bakað úr spelti og notaður hrásykur. Ásgerður segir að krakkarnir hafi verið mjög ánægðir með lagasetninguna og hafa tekið þessu mjög hátíðlega.

Ásgerður Bergsdóttir verkefnastjóri Hlíðaskjóls segir að jólabaksturinn sé ekki enn hafinn á heimilinu, en líklega verði lögin brotin þar sem hollustan verður í fyrrúmi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.