Lífið

Umdeildur Iggy Pop

Rokkarinn Iggy Pop vekur jafnan eftirtekt. Nú hafa auglýsingar með honum verið bannaðar í Bretlandi.Nordicphotos/Getty
Rokkarinn Iggy Pop vekur jafnan eftirtekt. Nú hafa auglýsingar með honum verið bannaðar í Bretlandi.Nordicphotos/Getty

Rokkarinn Iggy Pop hefur alltaf verið á milli tannanna á fólki og jafnan vakið deilur. Nú er hann enn og aftur kominn í fréttirnar en að þessu sinni af óvenjulegu tilefni. Iggy birtist fyrr á þessu ári, öllum að óvörum, sem andlit auglýsingaherferðar breska tryggingafyrirtækisins SwiftCover.com.

Í auglýsingunum lýsti Iggy því yfir að hann væri með allt á tæru, hjá SwiftCover væri hann með tryggingar fyrir tryggingunum sínum.

Nú hefur siðanefnd auglýsenda í Bretlandi bannað auglýsingarnar eftir að það uppgötvaðist að skemmtikraftar mega ekki tryggja bílana sína hjá fyrirtækinu. Þar með er útilokað að Iggy sé tryggður þar. Auglýsingin var því talin misvísandi og tekin úr umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.