Innlent

Kannabismaðurinn játar

Um 100 kannabisplöntur fundust í bílskúr mannsins.
Um 100 kannabisplöntur fundust í bílskúr mannsins.

Maðurinn sem handtekinn var í gær eftir að lögreglan þefaði uppi umfangsmikla kannabisræktun í bílskúr í Breiðholti hefur verið sleppt. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði maðurinn að eiga umræddar plöntur og búnað. Hann sagðist hafa verið einn að verki.

Lögreglan var í hávaðaútkalli í grenndinni þegar þeir urðu varir við megna kannabislykt frá bílskúr við Stelkshóla í Breiðholti. Gengur þeir á lyktina og kom þá fyrrnefnd kannabisræktun í ljós.

Um 100 plöntur fundust í bílskúrnum auk nokkurra lampa og búnaðs til ræktunar. Málið telst upplýst.








Tengdar fréttir

Fundu kannabisræktunina fyrir tilviljun

Lögreglan fann fyrir tilviljun kannabisræktun í bílskúr við Stelkshóla í Breiðholti fyrr í dag. Lögreglumenn voru í hávaðaútkalli í grenndinni þegar þeir fundu mikla kannabislykt.

Einn handtekinn vegna kannabisræktunar í Breiðholti

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur einn verið handtekinn í tengslum við kannabisræktun í bílskúr í Breiðholti. Málið er í rannsókn og vers lögregla allra frétta af málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×