Innlent

Fundu kannabisræktunina fyrir tilviljun

Lögreglan fann fyrir tilviljun kannabisræktun í bílskúr við Stelkshóla í Breiðholti fyrr í dag. Lögreglumenn voru í hávaðaútkalli í grenndinni þegar þeir fundu mikla kannabislykt.

Gengu þeir þá á lyktina og í ljós kom nokkuð umfangsmikil kannabisræktun. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins en talsvert magn af efnum var í bílskúrnum. Tæknideild lögreglunnar skoðar nú hversu mikið var af efnum.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um sprengjur fyrir utan Stjórnarráðið í Reykjavík fyrir stundu. Þegar þeir komu á staðinn kom í ljós að um heimatilbúnar saltpéturssprengjur var að ræða og hafði verið kveikt í þeim. Búið var að slökkva þegar lögreglan mætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×