Lífið

Lohan á heima fjarri Ronson

Lindsay Lohan reynir nú að koma ferli sínum af stað og pabbinn telur lykilinn að því liggja í fjarverum frá Samönthu Ronson.
Lindsay Lohan reynir nú að koma ferli sínum af stað og pabbinn telur lykilinn að því liggja í fjarverum frá Samönthu Ronson.

Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, er ekkert sérstaklega orðvar maður. Enda er hann grunaður um að hafa hótað unnustu sinni lífláti. Lohan fer heldur ekkert í kringum hlutina þegar kemur að dóttur hans. Því nú hefur Michael lýst því yfir að ef Lohan snýr aftur í faðm fyrrum kærustu sinnar, Samönthu Ronson, hverfi stjarna hennar eins og dögg fyrir sólu. Michael lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með þá ákvörðun dóttur sinnar að halda sig fjarri plötusnúðnum. Þetta kemur fram í New York Post.

„Lindsay býðst nú annað tækifæri til að glæða feril sinn lífi. En ef hún snýr aftur til Samönthu þá er sá möguleiki fyrir bí," sagði Michael við fjölmiðlamenn, skömmu eftir að hann yfirgaf dómsal í New York til að hlýða á ákærur er varða líflátshótunina.

Michael virðist hafa svör á reiðum höndum því hann var ekki lengi að útskýra hvers eðlis það mál væri, allt væri þetta byggt á miskiningi sem of flókið mál væri að fara útí. „Ég er alveg sannfærður um að málið verði látið niður falla," sagði Michael, kampakátur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.