Lífið

Aukagreiðsla fyrir stór brjóst

Þessi kosta extra.
Þessi kosta extra.

Verslunarkeðjan Marks&Spencer selur fjörutíu og fimm brjóstahaldara á mínútu. Yfir tuttugu milljónir á ári hverju.

Breska blaðið Daily Telegraph hefur nú upplýst að bosmamiklar konur séu látnar borga meira fyrir brjóstahaldara sína en þær sem eru fíngerðari.

Allar konur sem nota D skál eða stærri borgi tveggja sterlingspunda aukagjald. Það gerir um 380 krónur íslenskar.

Marks&Spencer verja sig með því að í stærri brjóstahaldara fari bæði meira efni og meiri vinna.

Kvennasamtök sem kalla sig Bust 4 Justice berjast fyrir réttindum stærri kvenna. Þau segja að engar aðrar vörur hjá Marks&Spencer beri slíkt aukagjald.

Beckie Williams ein af talskonum Bust 4 Justice bendir á að gallabuxur og bolir séu á sama verði hjá keðjunni, hver sem stærðin sé.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.