Erlent

Þrettánda heppnasta manneskja í heimi

Baya Bakari slapp ein lifandi úr hræðilegu flugslysi.
Baya Bakari slapp ein lifandi úr hræðilegu flugslysi.

Unglingstúlkan Baya Bakari er ein af þrettán heppnustu manneskjum veraldar en hún lfiði ein af hið hræðilega flugslys sem átti sér stað í síðustu viku nærri Kómoro-eyjunum.

Rúmlega tvöhundruð manns létust þegar flugvélin hrapaði í sjóinn í vonskuveðri.

Þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang voru allir látnir nema hin ósynda Baya sem hélt dauðataki í flugvélavæng til þess að halda sér á floti. Hún var í sjónum í yfir tólf tíma.

Baya er þó ekki einstök þó atburðinn sé það. Hún er þrettándi einstaklingurinn sem sleppur einn lífs af úr flugslysi. Þó svo talan boði oftast ólukku þá þýðir hún kraftaverk í tilfelli Bayu.

Samkvæmt fréttavefnum Foxnews.com þá fara þeir sem þrauka misjafnar leiðir.

Sumir hafa nýtt sér fjölmiðlafrægðina og gerst talsmenn góðra málefna á meðan aðrir reyna að lifa eðlilegu lífi.

Hægt er að lesa um alla þá sem lifðu flugslysin einir af hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×