Lífið

Söngvaseiður frumsýndur í maí

Um 4000 börn tóku þátt í áheyrnaprufum fyrir Söngvaseið.
Um 4000 börn tóku þátt í áheyrnaprufum fyrir Söngvaseið.
Söngleikurinn Söngvaseiður verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 8. maí næstkomandi, en miðasala hófst í dag. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að löng biðröð hafði myndast áður en miðasala var opnuð og ekkert lát hafi verið á sölu í allan dag. Um sexleytið í kvöld hafi verið orðið uppselt á yfir 20 sýningar og hafi aldrei selst fleiri miðar á einum degi fyrr eða síðar. Undirbúningur fyrir uppsetningu hefur staðið yfir í nokkra mánuði en um 4000 börn þátt í áheyrnarprufum fyrir verkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.