Innlent

Fjórar hópuppsagnir í síðasta mánuði

Stæstur hluti hópuppsagna á árinu hefur verið í byggingariðnaði.Fréttablaðið / stefán
Stæstur hluti hópuppsagna á árinu hefur verið í byggingariðnaði.Fréttablaðið / stefán

Fjórar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í september. Alls misstu ríflega 110 manns vinnuna í þeim uppsögnum.

Stærsta hópuppsögnin var hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Þar var 40 manns sagt upp störfum.

Sú næststærsta var hjá Jarðborunum, þar sem 30 manns misstu vinnuna.

Um tuttugu manns var sagt upp hjá fyrirtæki í byggingariðnaðinum. Þá var tólf af sextán starfsmönnum Sæferða, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, sagt upp.

Samtals hefur um 1.370 manns verið sagt upp með hópuppsögnum það sem af er þessu ári.

Uppsagnirnar hafa að stærstum hluta verið í mannvirkjagerð, eða um 42 prósent þeirra. Næstur kemur fjármálageirinn, en um 23 prósent hópuppsagna hafa verið hjá fjármálafyrirtækjum.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×