Lífið

Bryndís Baldursdóttir er Afrekskona Létt Bylgjunnar

Hera Björk fór á kostum sem kynnir enda þaulvön skemmtanabransanum.
Hera Björk fór á kostum sem kynnir enda þaulvön skemmtanabransanum.

Árlegt Konukvöld Létt Bylgjunnar fór fram í Smáralindinni í gærkvöldi. Hera Björk var kynnir og þótti farast það hlutverk vel úr hendi. Einnig tók hún kröftugt lokalag, lagið sem hafnaði í 2. sæti í Eurovision-undankeppni Dana fyrir stuttu.

Á móti sól og Eyjólfur Kristjánsson komu einnig fram og Afrekskona Létt Bylgjunnar var heiðruð en hún er hvunndagshetjan Bryndís Baldursdóttir hlaupakona og þríþrautarkeppandi.

Bryndís tók að æfa og hlaupa þegar hún var komin á fertugsaldurinn. Hún hefur tekið þátt í mörgum þríþrautarkeppnum, Laugavegshlaupi, fjallahlaupi í Ölpunum, 100 km hlaupi og tveimur Ironman-keppnum svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er hún dugleg við að hjálpa og leiðbeina öðrum að fara af stað í hreyfingu og er með hlaupahópa, en hún er móðir og starfar sem forritari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.