Erlent

Forseti FIFA í Hvíta húsinu: Obama vill HM vestur um haf

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA), í Hvíta húsinu í Washington. Á fundinum hvatti Obama Blatter til að beita sér fyrir því að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu (HM) árið 2018 verði haldin í Bandaríkjunum.

Blatter færði Obama tvo fótbolta sem notaðir voru nýverið í Álfukeppninni svokölluðu. Að fundinum loknum sagði Obama að dætur hans yrðu eflaust ánægðar með boltana, en þær æfa báðar knattspyrnu. Blatter sagði að Obama hefði haldið öðrum boltanum þrisvar sinnum á lofti og svo skallað hann til sín.

Ellefu lönd hafa lýst yfir áhuga á að halda HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×