Erlent

Repúblikanar hrósa sigri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bob McDonnell þótti vinna nokkuð stórt í Virginíu.
Bob McDonnell þótti vinna nokkuð stórt í Virginíu.

Bandaríski Repúblikanaflokkurinn fagnar því ákaft að hafa unnið tvo stórsigra í ríkisstjórakosningum.

Sigurinn þykir sérstaklega sætur í ljósi þess að demókratinn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, studdi ríkisstjóraefni flokksins í New Jersey, Jon Corzine, með ráðum og dáð og fór margar ferðir þangað til að leggja honum lið í kosningabaráttunni við Chris Christie en sá síðarnefndi hreppti sætið svo nokkuð örugglega.

Í Virginíu völdu kjósendur svo repúblikanann Bob McDonnell fram yfir Creigh Deeds, einnig með töluverðum mun. Þriðji demókratinn, Bill Thompson, tapaði svo naumlega í borgarstjórnarkosningum í New York gegn Michael Bloomberg sem er óflokksbundinn. Repúblikanar brosa í kampinn yfir þessu öllu saman og ekki síst því að margir þeirra kjósenda sem settu X-ið við Obama í forsetakosningunum í fyrra venduðu sínu kvæði nú í kross og kusu ríkisstjóraefni repúblikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×