Lífið

Creed snýr aftur

Angurvær rödd heyrist aftur Scott Stapp og Creed eru á leið á tónleikaferðalag.
Nordicphotos/Getty
Angurvær rödd heyrist aftur Scott Stapp og Creed eru á leið á tónleikaferðalag. Nordicphotos/Getty

Einhver umdeildasta hljómsveit síðari tíma, Creed, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir fimm ára hlé. Creed hefur alltaf átt sér sterkan aðdáendahóp, þar á meðal hér á landi, en óhætt er að fullyrða að jafn stór hópur teljist vart til aðdáenda. Sumir ganga meira að segja svo langt að lýsa yfir hreinu hatri á Creed.

Söngvarinn Scott Stapp hefur lýst því yfir að Creed muni að minnsta kosti koma fram á 42 tónleikum í Bandaríkjunum á næstunni. Að tónleikaferðinni lokinni kemur út ný plata frá Creed, sem selt hefur 26 milljón plötur á ferlinum. „Ég saknaði strákanna minna og langaði að gera aftur tónlist með þeim,“ sagði Stapp í viðtali við Rolling Stone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.