Lífið

Risa marglytta úr geimnum?

Af mannavöldum eða heimsótti okkur risa marglytta úr geimnum? Kannski fljúga geimverur á skipum sem eru eins og marglyttur.
Af mannavöldum eða heimsótti okkur risa marglytta úr geimnum? Kannski fljúga geimverur á skipum sem eru eins og marglyttur.

Mynd af risa marglyttu hefur birst á breskum akri í Kingstone Coombes, Oxfordskíri en ekki er vitað hvernig hann komst þangað, það er að segja, hver bjó hann til.

Um er að ræða svokallað hringamynstur en á frummálinu heitir það Crop Circle.

Margir telja að þeir séu búnir til af risavöxnum geimskipum eða framandi verum.

Það var svo nú nýlega sem risastór marglytta birtist á akrinum en hún er um 600 fet.

Ekki er vitað hvernig eða hver bjó þessa risa marglyttu til. Það hefur verið sýnt fram á að fólk geti búið til slíka hringi hafi þeir metnað til.

Þó vilja hinir trúuðu meina að einhverjir þessara hringja og mynstra sé ekki hægt að útskýra með jarðneskum hætti.

Þeir sem hafa áhuga má lesa frásögn The Sun af málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.