Lífið

Gisele ríkasta fyrirsæta heims

Brasilíska ofurfyrirsætan er launahæsta fyrirsæta heims þriðja árið í röð.
Brasilíska ofurfyrirsætan er launahæsta fyrirsæta heims þriðja árið í röð.

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er launahæsta fyrirsæta heims samkvæmt viðskiptasíðunni Forbes.com, þriðja árið í röð. Tekjur hennar frá júní á síðasta ári þangað til í júní á þessu ári námu 25 milljónum dala, eða rúmum þremur milljörðum króna.

Þrátt fyrir þessar gríðarlegu tekjur eru þær tíu milljón dölum, eða um 1,2, milljörðum, lægri en hún fékk á síðasta ári. Ástæðan er fjármálakreppan sem hefur gengið yfir heimsbyggðina.

Gisele, sem giftist bandarísku fótboltastjörnunni Tom Brady í febrúar, er 28 ára gömul. Á meðal fyrirtækja sem hún hefur gert auglýsingasamninga við eru Versace og Dior. Auk þess rekur hún sína eigin skólínu sem hefur gengið gríðarlega vel.

Í öðru sæti á listanum er hin þýska Heidi Klum með sextán milljónir dala, eða tæpa tvo milljarða króna. Heidi stjórnar sjónvarpsþáttunum Germany's Next Top Model og Project Runway, auk þess sem hún auglýsir fyrir undirfatarisann Victoria's Secret og fleiri þekkt fyrirtæki.

Breska fyrirsætan Kate Moss er í þriðja sæti með 8,5 milljónir dala, eða rúman milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.