Lífið

Johansson fetar í fótspor Cruz

scarlett johansson Leikkonan hefur gert auglýsingasamning við spænska fatamerkið Mango.
scarlett johansson Leikkonan hefur gert auglýsingasamning við spænska fatamerkið Mango.

Leikkonan Scarlett Johanssson ætlar að feta í fótspor vinkonu sinnar Penelope Cruz sem andlit spænsku fataverslunarinnar Mango. Fljótlega munu auglýsingar með andliti hennar birtast vegna herferðar sem sett verður af stað vegna nýrrar haust- og vetrarlínu frá Mango.

Scarlett er þekkt fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Lost in Translation, Girl with a Pearl Earring og Match Point. Einnig lék hún í nýjustu mynd Woody Allen, Vicky Cristina Barcelona, þar sem mótleikkona hennar var einmitt Penelope Cruz.

Í yfirlýsingu frá Mango segir að Scarlett sé fullkomin til að auglýsa fyrirtækið; hress, sjálfstæð og heimsvön. „Johansson hefur yfir sér sjálfsöryggi og er ungleg og geislar af lífi.“

Penelope Cruz starfaði í fjögur ár fyrir Mango auk þess sem hún tók þátt í hönnun nokkurra fatalína þess ásamt systur sinni Monicu. Þrátt fyrir það munu þær systur ekkert hanna fyrir þessa nýjustu fatalínu. Johansson hefur sjálf ekki í hyggju að hanna föt fyrir Mango en stjórnendur fyrirtækisins vilja þó ekki útiloka að það geti gerst síðar meir.

Auk þess að vera nýtt andlit Mango er Scarlett með fleiri járn í eldinum því hún er um þessar mundir að leika í hasarmyndinni Iron Man 2 þar sem hún fer með hlutverk Natöshu Romanoff.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.