Fótbolti

Kljestan skoraði þrennu í sigri BNA á Svíum

Sacha Kljestan fagnar einu marka sinna gegn Svíum í gær
Sacha Kljestan fagnar einu marka sinna gegn Svíum í gær AFP

Bandaríkjamenn og Svíar spiluðu í gær æfingaleik í knattspyrnu í Kaliforníu þar sem landsliðsþjálfarar beggja liða gáfu lykilmönnum hvíld og prófuðu nýja menn.

Bandaríkjamenn höfðu sigur 3-2 og skoraði Sacha Kljestan öll þrjú mörk bandaríska liðsins. Hann var að spila sinn 12. landsleik fyrir Bandaríkjamenn og varð fyrsti landsliðsmaðurinn í 75 ár til að skora fyrstu þrjú landsliðsmörk sín í einum og sama leiknum.

Kljestan þessi er á mála hjá Chivas í MLS deildinni í Bandaríkjunum en miðjumaðurinn var til reynslu hjá Celtic í Skotlandi fyrir skömmu.

Daniel Nannskog og Mikael Dahlberg skoruðu mörk Svía í leiknum, en enginn leikmaður liðsins hafði meira en tólf landsleiki að baki.

Sænska liðið mætir Mexíkóum í öðrum æfingaleik í Oakland á miðvikudaginn, en næsti alvöruleikur Bandaríkjamanna verður einmitt gegn Mexíkó þann 11. febrúar í Ameríkuriðli undankeppni HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×