Innlent

Síldin er ennþá sýkt að hluta

Síldveiði í Vestmannaeyjahöfn. Kap VE veiddi síld sem safnaðist í höfnina í vetur. Mikið af henni var sýkt.
fréttablaðið/óskar
Síldveiði í Vestmannaeyjahöfn. Kap VE veiddi síld sem safnaðist í höfnina í vetur. Mikið af henni var sýkt. fréttablaðið/óskar

Fyrstu niður­stöður benda til þess að íslenska sumargots­síldin sé ennþá sýkt. Þetta staðfesta sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar.

Nýlega hófst síldarleit á vegum Hafró í samstarfi við útgerðir. Útbreiðsla síldarinnar verður skráð og sýni hafa verið tekin til þess að meta sýkingu í stofninum en þau eru rannsökuð af starfsmönnum Hafró. Leitarsvæðið nær allt frá Langanesi, suður og vestur um og norður fyrir Vestfirði.

Stefnt er að því að meta stofnstærð síldarinnar og ástand stofnsins, en talið er að allt að þriðjungur hans hafi drepist af völdum sýkingar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×