Innlent

Bjarni Ármannsson hættir sem ræðismaður Lúxemborgar

Brosandi Bjarni Ármannsson. Hann var ræðismaður Lúxemborgar í níu ár.
Brosandi Bjarni Ármannsson. Hann var ræðismaður Lúxemborgar í níu ár.

Fyrrum bankastjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, lét af störfum sem ræðismaður Lúxemborgar í Reykjavík í janúar 2008 en tilkynning þess eðlis er birt í lögbirtingablaðinu í dag fyrir hönd utanríkisráðuneytisins.

Bjarni fékk viðurkenningu sem ræðismaður Lúxemborgar árið 1999 og var hann slíkur í níu ár. Mikil viðskiptatengsl voru á milli Íslands og Lúxemborgar á þeim árum sem hann var ræðismaður en meðal annars voru Landsbankinn og Kaupþing með útibú þar í landi. Glitnir var hinsvegar ekki með útibú í Lúxemborg.

Bjarni er ekki eini ræðismaðurinn sem lætur af störfum samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Ómar R. Valdimarsson, fréttamaður Bloomberg og upplýsingafulltrúi, lætur af embætti sem ræðismaður El Salvador. Það gerði hann 7. september síðastliðinn.

Einn nýr ræðismaður bætist í hópinn samkvæmt tilkynningu. Það er Jóna Símonía Bjarnadóttir en henni var veitt viðurkenning sem ræðismaður Danmerkur með ræðismannsstigi á Ísafirði í lok júní síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×