Erlent

Vilja skíra þorp eftir Michael Jackson

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Íbúar þorpsins Oktyabrskoye í Suðaustur-Úkraínu hafa nú farið fram á að fá að breyta nafni þorpsins í Jackson og skíra það þar með í höfuðið á tónlistarmanninum Michael Jackson sem lést í síðustu viku. Að auki langar þorpsbúa að opna safn til heiðurs Jackson í þorpinu og vonast með því til þess að auka straum ferðamanna til þorpsins. Óskin verður tekin fyrir á fundi bæjarráðs í ágúst. Núverandi nafn þorpsins, Oktyabrskoye, er dregið af októberbyltingunni árið 1917.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×