Lífið

Upprennandi listakonur sýna á Akureyri

Opið verður í Listasafninu á Akureyri um páskana frá klukkan 12 til 17 alla dagana en þó verður lokað á mánudag. Aðgangur er ókeypis.
Opið verður í Listasafninu á Akureyri um páskana frá klukkan 12 til 17 alla dagana en þó verður lokað á mánudag. Aðgangur er ókeypis.
Nú stendur yfir samsýning fimm málara í Listasafninu á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vinna óhlutbundið, en síðustu árin er engu líkara en að abstrakt-expressjónisminn hafi gengið í endurnýjun lífdaga á Íslandi.

Hér eru á ferðinni athyglisverðar og upprennandi listakonur, ástríðufullar og flestar lítt þekktar. Laufey Johansen, Maja Siska, Arna Gná Gunnarsdóttir, Anna Jóelsdóttir og Guðný Kristmannsdóttir. Sýningunni lýkur 10. maí.

Opið verður í Listasafninu á Akureyri um páskana frá klukkan 12 til 17 alla dagana en þó verður lokað á mánudag. Aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.