Fótbolti

Ronaldo missir af fyrsta leik Corinthians

AFP

Ronaldo mun ekki spila fyrsta leikinn með liði sínu Corinthians á fimmtudaginn þegar knattspyrnuvertíðin í Brasilíu hefst með látum.

Framherjinn pattaralegi er enn að ná sér í leikform eftir að hafa verið lengi frá keppni vegna meiðsla, en hann gekk í raðir Corinthians í síðasta mánuði.

Ronaldo hefur ekki spilað í heimalandinu síðan hann gekk í raðir PSV Eindhoven aðeins 17 ára gamall árið 1994.

Ferill kappans hefur heldur verið niður á við síðan hann sló í gegn á HM 2006 þrátt fyrir að vera ekki í sínu besta líkamlega formi.

"Það er best að vera ekki með neina spádóma. Ég vil síður fara inn á völlinn í lélegu formi og hef verið að ná góðum framförum síðasta hálfan mánuðinn. Bráðum verð ég kominn inn á völlinn þar sem ég á heima," sagði Ronaldo um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×