Forsetinn hvattur til að víkja úr embætti 18. júlí 2009 03:45 Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, gagnrýndi stjórn landsins harðlega í predikun á bænadegi múslima í Teheran í gær. Hann sagði það mistök að hlusta ekki á gagnrýni almennings út af úrslitum forsetakosninga nýverið. Tugir þúsunda stjórnarandstæðinga komu saman í tilefni af bænahaldinu og mótmæltu stjórninni af miklum krafti. Mahmoud Ahmadinejad forseti var hvattur til að segja af sér. Lögregla beitti táragasi á hluta mótmælendahópsins. Tugir manna voru handteknir. Rafsanjani sagði öllum ljóst að vafi léki á úrslitum kosninganna: „Stór hópur af skynsömu fólki segist hafa efasemdir. Við verðum að grípa til aðgerða til að útrýma þessum efa." Ræðan var ótvíræð ábending til Ali Khameini, æðsta leiðtoga landsins, sem hefur lýst því yfir að sigur Ahmadinejads í kosningunum sé hafinn yfir allan vafa. Rafsanjani segir að deilurnar hafi valdið klofningi í klerkastéttinni, sem stjórnar landinu, og sagði hættu á stjórnarkreppu. Mir Hossein Mousavi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem um tíma var talinn hafa sigrað í kosningunum, sat í fremstu röð í föstudagsbænahaldinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan ólgan hófst sem hann tekur þátt í bænahaldinu. Rafsanjani hefur reglulega flutt predikanir á bænadegi múslima, en hefur ekki látið sjá sig í nokkrar vikur. Hann þótti hófsamur forseti sem vildi bæta samskiptin við Vesturlönd. Hann er harður andstæðingur Ahmadinejads og talinn hliðhollur Mousaveni. Dóttir hans og fjórir aðrir ættingjar hans voru handtekin eftir að hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við Mousaveni, en þau voru fljótlega látin laus á ný. Kosningar voru haldnar í júní og þótti Mousaveni nokkuð líklegur til að vinna sigur fyrir kosningarnar. Stuðningsmenn hans hafa ekki sætt sig við að opinber úrslit kosninganna, sem voru Ahmadinejad í vil, og segja brögð í tafli. Fyrstu dagana eftir kosningarnar streymdu stuðningsmenn Mousaveni út á götur höfuðborgarinnar, en þau mótmæli voru barin niður af lögreglu og her. Hundruð manna voru handtekin og að minnsta kosti tuttugu létu lífið. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, gagnrýndi stjórn landsins harðlega í predikun á bænadegi múslima í Teheran í gær. Hann sagði það mistök að hlusta ekki á gagnrýni almennings út af úrslitum forsetakosninga nýverið. Tugir þúsunda stjórnarandstæðinga komu saman í tilefni af bænahaldinu og mótmæltu stjórninni af miklum krafti. Mahmoud Ahmadinejad forseti var hvattur til að segja af sér. Lögregla beitti táragasi á hluta mótmælendahópsins. Tugir manna voru handteknir. Rafsanjani sagði öllum ljóst að vafi léki á úrslitum kosninganna: „Stór hópur af skynsömu fólki segist hafa efasemdir. Við verðum að grípa til aðgerða til að útrýma þessum efa." Ræðan var ótvíræð ábending til Ali Khameini, æðsta leiðtoga landsins, sem hefur lýst því yfir að sigur Ahmadinejads í kosningunum sé hafinn yfir allan vafa. Rafsanjani segir að deilurnar hafi valdið klofningi í klerkastéttinni, sem stjórnar landinu, og sagði hættu á stjórnarkreppu. Mir Hossein Mousavi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem um tíma var talinn hafa sigrað í kosningunum, sat í fremstu röð í föstudagsbænahaldinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan ólgan hófst sem hann tekur þátt í bænahaldinu. Rafsanjani hefur reglulega flutt predikanir á bænadegi múslima, en hefur ekki látið sjá sig í nokkrar vikur. Hann þótti hófsamur forseti sem vildi bæta samskiptin við Vesturlönd. Hann er harður andstæðingur Ahmadinejads og talinn hliðhollur Mousaveni. Dóttir hans og fjórir aðrir ættingjar hans voru handtekin eftir að hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við Mousaveni, en þau voru fljótlega látin laus á ný. Kosningar voru haldnar í júní og þótti Mousaveni nokkuð líklegur til að vinna sigur fyrir kosningarnar. Stuðningsmenn hans hafa ekki sætt sig við að opinber úrslit kosninganna, sem voru Ahmadinejad í vil, og segja brögð í tafli. Fyrstu dagana eftir kosningarnar streymdu stuðningsmenn Mousaveni út á götur höfuðborgarinnar, en þau mótmæli voru barin niður af lögreglu og her. Hundruð manna voru handtekin og að minnsta kosti tuttugu létu lífið. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira