Býður sig fram gegn Geir Haarde Breki Logason skrifar 13. janúar 2009 14:31 Snorri Ásmundsson Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. „Já ég ætla í formannsframboð gegn Geir H. Haarde," segir Snorri í samtali við fréttastofu. „Það eru nokkrir dagar í mesta lagi vika síðan ég tók þessa ákvörðun, en hef fram að því verið að skoða þessi mál." Snorri er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur verið lengi. „Ég finn fyrir miklum stuðningi og er eiginlega að drukkna úr hvatningu. Það eru margir sem vilja Geir í burtu, það getur ýmislegt gerst á svona tímum. Ég held að ég sé ekkert sérstakur pólitíkus en ég held að ég geti kannski gert eitthvað núna," segir Snorri. Eins og hvað? „Bara tekið til hendinni, ekki veitir af því." Snorri segist þegar byrjaður að vinna að framboðinu og hefur fengið ýmsa aðila til liðs við sig. Meðal annars stjórnmálafræðinga og fólk sem hefur áhuga að styðja við bakið á sér. Snorri er ekki óvanur framboðum sem þessum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa boðið sig fram til forseta lýðveldisins. „Ég bauð mig reyndar fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2002. Þá vildi ég verða borgarstjórnarefni Sjálfstæðisflokksins en það voru svo margir sem þá tóku ekki mark á mér. Þá viku allir fyrir Birni Bjarnasyni nema ég og hætt var við leiðtogakjörið. Í kjölfarið stofnaði ég svo Vinstri-hægri-snú," segir Snorri. Sú saga gengur nú að Snorri hafi um tíma verið kominn inn í innsta hring í Sjálfstæðisflokknum og meðal annars verið með skrifstofu í Valhöll, höfuðvígi flokksins. „Þetta er skemmtileg saga, en ég hef ekki starfað opinberlega fyrir flokkinn," segir Snorri sem vill lítið ræða þessa sögu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst þann 29.janúar. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. „Já ég ætla í formannsframboð gegn Geir H. Haarde," segir Snorri í samtali við fréttastofu. „Það eru nokkrir dagar í mesta lagi vika síðan ég tók þessa ákvörðun, en hef fram að því verið að skoða þessi mál." Snorri er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur verið lengi. „Ég finn fyrir miklum stuðningi og er eiginlega að drukkna úr hvatningu. Það eru margir sem vilja Geir í burtu, það getur ýmislegt gerst á svona tímum. Ég held að ég sé ekkert sérstakur pólitíkus en ég held að ég geti kannski gert eitthvað núna," segir Snorri. Eins og hvað? „Bara tekið til hendinni, ekki veitir af því." Snorri segist þegar byrjaður að vinna að framboðinu og hefur fengið ýmsa aðila til liðs við sig. Meðal annars stjórnmálafræðinga og fólk sem hefur áhuga að styðja við bakið á sér. Snorri er ekki óvanur framboðum sem þessum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa boðið sig fram til forseta lýðveldisins. „Ég bauð mig reyndar fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2002. Þá vildi ég verða borgarstjórnarefni Sjálfstæðisflokksins en það voru svo margir sem þá tóku ekki mark á mér. Þá viku allir fyrir Birni Bjarnasyni nema ég og hætt var við leiðtogakjörið. Í kjölfarið stofnaði ég svo Vinstri-hægri-snú," segir Snorri. Sú saga gengur nú að Snorri hafi um tíma verið kominn inn í innsta hring í Sjálfstæðisflokknum og meðal annars verið með skrifstofu í Valhöll, höfuðvígi flokksins. „Þetta er skemmtileg saga, en ég hef ekki starfað opinberlega fyrir flokkinn," segir Snorri sem vill lítið ræða þessa sögu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst þann 29.janúar.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira