Innlent

AGS: Ísland enn ekki komið á dagskrá

Edurskoðun áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er enn ekki komin á dagskrá framkvæmdastjórnar sem reglulega er uppfærð á heimasíðu sjóðsins. Í síðustu viku lýstu stjórnvöld og forsvarsmenn sjóðsins því yfir að fyrsta endurskoðun áætlunarinnar, sem hefur tafist í marga mánuði vegna Icesave deilunnar, yrði að öllum líkindum tekin fyrir í framkvæmdastjórn AGS á miðvikudaginn kemur, þann 28. október.

Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er Ísland enn ekki komið á dagskrá framkvæmdarstjórnar. Þann 28. er gert ráð fyrir því að fjallað verði um málefni Kólombíu í framkvæmdastjórninni og þann 30. verður Armenía til umræðu.

Tekið skal fram að á heimasíðunni er þess getið að dagskrá framkvæmdastjórnarinnar geti breyst með skömmum fyrirvara.

Hér má sjá dagatal framkvæmdastjórnarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×