Lífið

Jack Bauer ákærður fyrir líkamsárás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kiefer Sutherland kýldi tískuhönnuð og þarf að gjalda fyrir það. Mynd/ Getty.
Kiefer Sutherland kýldi tískuhönnuð og þarf að gjalda fyrir það. Mynd/ Getty.

Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland, sem meðal annars leikur Jack Bauer í sjónvarpsþáttunum 24, var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að ráðast á og skalla annan mann í teiti í New York.

Sutherland var yfirheyrður af lögreglunni og gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir minniháttar líkamsárás, samkvæmt upplýsingum sem Reuters fréttastofan hefur frá lögreglunni.

Sutherland er ákærður fyrir að ráðast á tískuhönnuðinn Jack McCollough í teiti á mánudaginn, kvöldið eftir að árlegt tískuteiti hafði verið haldið í Metropolitan Museum of Art.

Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem Sutherland kemst í kast við lögin því að árið 2007 var hann dæmdur í 48 daga fangelsi fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.