Innlent

Hámarkinu náð

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Við höldum að við séum búin að ná hámarkinu og vonandi fer að draga úr svínaflensunni segir sóttvarnarlæknir. Um 50 þúsund Íslendingar hafa nú þegar veikst af flensunni. Viðbragðsstigið á Landspítalanum hefur verið lækkað úr í gulu í grænt.

Viðbragðsstjórn spítalans hækkaði viðbúnaðarstigið í lok október þar sem fjöldi innlagðra sjúklinga vegna svínaflensu og álag hamlaði starfsemi gjörgæsludeilda spítalans. Þeim hefur farið fækkandi nú fimmta daginn í röð og eru sjö á gjörgæslu vegna flensunnar.

„Nei, við höldum að við séum búin að ná hámarkinu og vonandi fer að draga úr henni. Við höfum bólusett rúmlega 40 þúsund manns og það ætti að skila sér í að tilfellum fækki ört," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.

Hann segir skráð tilfelli um átta þúsund. „Það þýðir náttúrulega að þeir er mun fleiri sem hafa sýkst og við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort það gæti ekki verið rúmlega 50 þúsund manns sem þegar hafi sýkst."

Frá og með mánudeginum 16. nóvember geta allir landsmenn pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningar gegn svínaflensu. Viku síðar, mánudaginn 23. nóvember, verður byrjað að bólusetja þá sem fyrstir skráðu sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×