Innlent

Sprenging í fiskimjölsverksmiðju í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.

Engan sakaði og lítið sem ekkert tjón hlaust af þegar mikil spennging varð í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Eldhnöttur steig upp úr reykháfnum og bárust lögreglu margar tilkynningar frá bæjarbúum.

Húsið sjálft nötraði og fylltist af reyk og ryki en sprengingin varð vegna stíflu í vinnslurásinni. Slökkvilið kom á vettvang, en enginn eldur var laus og voru allar dyr hússins opnaðar til að lofta út. Atvik sem þetta eru þekkt í mjölverksmiðjum en þetta var óvenjuöflugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×