Þrettán félög sóttu um olíuleit við Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2009 19:09 Gríðarlegur áhugi er fyrir olíuleit við Grænland og sóttu þrettán alþjóðleg olíufélög um að fá að taka þátt í forvali vegna olíuleitarútboðs við vesturströnd landsins á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að opna á olíuleit við Austur-Grænland árið 2012 en líklegt er að hún kalli á mikla þjónustu frá Íslandi.Sautján ár eru frá því Grænlendingar opnuðu fyrir olíuleit úti fyrir ströndum landsins og leiddi það til þess að borskip boraði fyrstu holuna árið 2000 um 140 kílómetra vestur af Nuuk og á litlu minna hafdýpi en Drekasvæðið.Þótt engin olía fyndist í þessari fyrstu tilraun hafa hljóðbylgjurannsóknir haldið áfram og ljóst er olíufélög heimsins hafa mikinn áhuga á hafsvæðinu umhverfis Grænland. Þannig sóttu þrettán alþjóðleg olíufélög um að taka þátt í forvali vegna útboðs á olíuleit við Vestur-Grænland á næsta ári en umsóknarfrestur rann út í síðasta mánuði.Það þykir til marks um þá framtíð sem menn telja sig sjá á þessu sviði í Grænlandi að í byrjun þessa mánaðar var tilkynnt um stofnun Samtaka grænlenska olíuiðnaðarins en meðal stofnfélaga eru olíurisar eins og Exxon og Chevron.Það sem gæti hins gæti hins haft mest áhrif á Íslandi eru áform um olíuleit við Austur-Grænland, sem grænlensk stjórnvöld hafa tilkynnt að verði boðin út árin 2012 og 2013. Vegna erfiðra hafnarskilyrða á Austur-Grænlandi má telja líklegt að olíuleitarfyrirtæki sæki þjónustu til íslenskra hafna, einkum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Raunar fengu Íslendingar smjörþefinn í sumar þegar olíurannsóknarleiðangur, með þátttöku íslensks skips, Valbergs VE, nýtti Hafnarfjörð sem þjónustuhöfn.Í ljósi þess að bandaríska jarðfræðistofnunin áætlar að við Austur-Grænland geti leynst einhverjar mestu ófundnu olíulindir jarðar gætu umsvif vegna olíuleitar þar og síðar vinnslu orðið umtalsverð á Íslandi og má geta þess að bæjaryfirvöld á Ísafirði eru meðal þeirra sem farin eru að huga að slíkum tækifærum í framtíðinni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Gríðarlegur áhugi er fyrir olíuleit við Grænland og sóttu þrettán alþjóðleg olíufélög um að fá að taka þátt í forvali vegna olíuleitarútboðs við vesturströnd landsins á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að opna á olíuleit við Austur-Grænland árið 2012 en líklegt er að hún kalli á mikla þjónustu frá Íslandi.Sautján ár eru frá því Grænlendingar opnuðu fyrir olíuleit úti fyrir ströndum landsins og leiddi það til þess að borskip boraði fyrstu holuna árið 2000 um 140 kílómetra vestur af Nuuk og á litlu minna hafdýpi en Drekasvæðið.Þótt engin olía fyndist í þessari fyrstu tilraun hafa hljóðbylgjurannsóknir haldið áfram og ljóst er olíufélög heimsins hafa mikinn áhuga á hafsvæðinu umhverfis Grænland. Þannig sóttu þrettán alþjóðleg olíufélög um að taka þátt í forvali vegna útboðs á olíuleit við Vestur-Grænland á næsta ári en umsóknarfrestur rann út í síðasta mánuði.Það þykir til marks um þá framtíð sem menn telja sig sjá á þessu sviði í Grænlandi að í byrjun þessa mánaðar var tilkynnt um stofnun Samtaka grænlenska olíuiðnaðarins en meðal stofnfélaga eru olíurisar eins og Exxon og Chevron.Það sem gæti hins gæti hins haft mest áhrif á Íslandi eru áform um olíuleit við Austur-Grænland, sem grænlensk stjórnvöld hafa tilkynnt að verði boðin út árin 2012 og 2013. Vegna erfiðra hafnarskilyrða á Austur-Grænlandi má telja líklegt að olíuleitarfyrirtæki sæki þjónustu til íslenskra hafna, einkum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Raunar fengu Íslendingar smjörþefinn í sumar þegar olíurannsóknarleiðangur, með þátttöku íslensks skips, Valbergs VE, nýtti Hafnarfjörð sem þjónustuhöfn.Í ljósi þess að bandaríska jarðfræðistofnunin áætlar að við Austur-Grænland geti leynst einhverjar mestu ófundnu olíulindir jarðar gætu umsvif vegna olíuleitar þar og síðar vinnslu orðið umtalsverð á Íslandi og má geta þess að bæjaryfirvöld á Ísafirði eru meðal þeirra sem farin eru að huga að slíkum tækifærum í framtíðinni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira