Hugsanleg sigurhátíð á fæðingadeildinni 26. febrúar 2009 16:14 „Ég verð kominn nákvæmlega 40 vikur á leið þann sjöunda mars," segir frambjóðandinn Steinunn Þóra Árnadóttir, en henni er ætlað að fæða barn sama dag og forval Vinstri grænna fer fram. Steinunn hefur gefið kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík - og er kasólétt. Öfgakennd hreiðurgerð Spurð hvort um öfgakennda hreiðurgerð sér að ræða, það er að segja óstjórnleg löngun til þess að taka til og breyta á þinginu, svarar Steinunn hlæjandi: „Það skyldi þó aldrei vera." En Steinunn Þóra Leiðréttir það þó strax, hún er eingöngu að halda sínu striki enda varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavík. Hún tók sæti á þingi í janúar á síðasta ári þegar stallsystir hennar og núverandi menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fór í fæðingarorlof. Þá sat Steinunn á þingi í tvo mánuði. Núna er Steinunn í sömu sporum, ólétt það er að segja, og berst fyrir sínu sæti á sama tíma og hún tekst á við óléttuna. Missir vatn á framboðsfundi „Ef barnið er stundvíst þá missir maður bara vatnið á miðjum framboðsfundi," segir Steinunn hlæjandi en hana kvíðir þó ekki að takast á við forvalið á sama tíma og hún klárar meðgönguna. Fyrir á Steinunn, ásamt manni sínum, Stefáni Pálssyni hernaðarandstæðingi, eina þriggja ára gamla dóttur, hana Ólínu. Að sögn Steinunnar var það engin skyndiákvörðun að hún skyldi gefa kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík. Hana hafi grunað að kosningar yrðu fyrr. Það var svo í síðustu viku sem hún ákvað endanlega að gefa kost á sér. Sigurhátíð á fæðingadeildinni „Er það ekki einmitt vegna þess að maður er með lítið kríli á leiðinni sem maður gefur kost á sér. Framtíðin er ekki björt, þetta er kannski bara partur af því að vera ábyrgt foreldri," segir Steinunn Þóra sem vill búa komandi kynslóðum, og eigin afkvæmi, betri framtíð. Steinunn segir það athyglisverða stúdíu hvort það verði munur á ófæddu barni sínu og Ólínu litlu sem fæddist inn í mitt góðæri. Hún veltir því fyrir sér hvort Ólína muni hugsanlega heimta ný leikföng á meðan það yngra, sem er kynlaust að sinni, láti sér nægja notuð kreppuleikföng. „Annars held ég að uppeldið spili nú stærstan hlut þessu öllu saman," segir Steinunn sposk. Aðspurð hvað hún geri fari svo að hún eignist barnið og nái ætluðum árangri á sama tíma svarar Steinunn að það séu ekki nema fimm prósent líkur á því, en í versta falli: „Þá heldur maður bara sigurhátíð á fæðingadeildinni." Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira
„Ég verð kominn nákvæmlega 40 vikur á leið þann sjöunda mars," segir frambjóðandinn Steinunn Þóra Árnadóttir, en henni er ætlað að fæða barn sama dag og forval Vinstri grænna fer fram. Steinunn hefur gefið kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík - og er kasólétt. Öfgakennd hreiðurgerð Spurð hvort um öfgakennda hreiðurgerð sér að ræða, það er að segja óstjórnleg löngun til þess að taka til og breyta á þinginu, svarar Steinunn hlæjandi: „Það skyldi þó aldrei vera." En Steinunn Þóra Leiðréttir það þó strax, hún er eingöngu að halda sínu striki enda varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavík. Hún tók sæti á þingi í janúar á síðasta ári þegar stallsystir hennar og núverandi menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fór í fæðingarorlof. Þá sat Steinunn á þingi í tvo mánuði. Núna er Steinunn í sömu sporum, ólétt það er að segja, og berst fyrir sínu sæti á sama tíma og hún tekst á við óléttuna. Missir vatn á framboðsfundi „Ef barnið er stundvíst þá missir maður bara vatnið á miðjum framboðsfundi," segir Steinunn hlæjandi en hana kvíðir þó ekki að takast á við forvalið á sama tíma og hún klárar meðgönguna. Fyrir á Steinunn, ásamt manni sínum, Stefáni Pálssyni hernaðarandstæðingi, eina þriggja ára gamla dóttur, hana Ólínu. Að sögn Steinunnar var það engin skyndiákvörðun að hún skyldi gefa kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík. Hana hafi grunað að kosningar yrðu fyrr. Það var svo í síðustu viku sem hún ákvað endanlega að gefa kost á sér. Sigurhátíð á fæðingadeildinni „Er það ekki einmitt vegna þess að maður er með lítið kríli á leiðinni sem maður gefur kost á sér. Framtíðin er ekki björt, þetta er kannski bara partur af því að vera ábyrgt foreldri," segir Steinunn Þóra sem vill búa komandi kynslóðum, og eigin afkvæmi, betri framtíð. Steinunn segir það athyglisverða stúdíu hvort það verði munur á ófæddu barni sínu og Ólínu litlu sem fæddist inn í mitt góðæri. Hún veltir því fyrir sér hvort Ólína muni hugsanlega heimta ný leikföng á meðan það yngra, sem er kynlaust að sinni, láti sér nægja notuð kreppuleikföng. „Annars held ég að uppeldið spili nú stærstan hlut þessu öllu saman," segir Steinunn sposk. Aðspurð hvað hún geri fari svo að hún eignist barnið og nái ætluðum árangri á sama tíma svarar Steinunn að það séu ekki nema fimm prósent líkur á því, en í versta falli: „Þá heldur maður bara sigurhátíð á fæðingadeildinni."
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira