Innlent

Þjóðstjórn rétta leiðin úr kreppu

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson

Það er ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að byggja upp íslenskt samfélag eftir fjármálahrunið, segir Jón Ólafsson athafnamaður.

Hann segir það eina rétta í stöðunni í dag að ríkisstjórnin víki og við taki þjóðstjórn allra flokka sem láti pólitík lönd og leið og vinni saman að uppbyggingunni.

„Eins merkilegt og það er þá er ég algerlega sammála Davíð [Oddssyni]," segir Jón, sem hvetur þingmenn til að hafna Icesave-samningnum.

Rétta leiðin til að leysa málið sé að láta hollensk og bresk stjórnvöld sækja kröfu sína á ríkið fyrir íslenskum dómstólum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×