Innlent

CCP gætu þurft að flytja úr landi

Eve Online CCP hannaði og viðheldur fjölþátttökutölvuleiknum Eve Online, sem er með um 292 þúsund áskrifendur um heim allan.
Eve Online CCP hannaði og viðheldur fjölþátttökutölvuleiknum Eve Online, sem er með um 292 þúsund áskrifendur um heim allan.

Tölvufyrirtækið CCP gæti þurft að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins úr landi. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, segir að fyrirtækið geti ekki búið við gjaldeyrishöft lengur en í um það bil tvö ár til viðbótar.

„Ef við erum að sjá fram á að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera til lengri tíma, og engin leið út úr þeim vanda, kemur að því að félag eins og CCP þarf að flytja höfuðstöðvar sínar eitthvert annað," segir Vilhjálmur. Hann segir einu sjáanlegu leiðina út úr núverandi ástandi aðild að Evrópusambandinu.

CCP hannaði og framleiðir fjölþátttökutölvuleikinn Eve Online, sem hefur verið einn af vinsælustu tölvuleikjum þeirrar tegundar undanfarin ár.

Vilhjálmur segir félagið vilja vera áfram hér á landi, en ekki sé hægt að búa við höft til langs tíma. Ekki sé verið að tala um að færa starfsmenn úr landi, en félagið verði að vera skráð í landi þar sem aðgengi sé að erlendu fjármagni.

„Við getum ekki verið lengi innan virkisveggja þar sem erlent fjármagn kemst hvorki inn né út," segir Vilhjálmur.

Gjaldeyrishöftin voru sett í kjölfar efnahagshrunsins síðasta haust. Áætlanir gera ráð fyrir að þeim verði aflétt innan tveggja ára frá því þau voru sett.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.