Enski boltinn

Green og Neill í samningaviðræðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Green í leik með West Ham.
Robert Green í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, segir að Robert Green og Lucas Neill séu á góðri leið með að framlengja samninga sína við félagið.

Fyrir skömmu gerði Scott Parker nýjan langtímasamning við West Ham og er Zola vongóður um að Neill og Green fylgi í fótspor hans.

„Robert mun skrifa undir nýjan samning mjög fljótlega og við erum einnig að ræða við Lucas. Ég held að þeir séu ánægðir hjá félaginu og vilji vera áfram."

Green kom frá Norwich árið 2006 og lék með enska landsliðinu gegn Spánverjum fyrr í mánuðinum. Neill kom í janúar árið 2007 en samningur hans rennur út í sumar. Hann var orðaður við Newcastle í síðasta mánuði en West Ham þverneitaði að selja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×