Innlent

Vinna að tillögum Evu Joly

Hefur lýst því yfir að hún vilji að ríkissaksóknari víki að öllu leyti. Einnig að skipaðir verði sérstakir saksóknarar yfir hverjum banka. fréttablaðið/daníel
Hefur lýst því yfir að hún vilji að ríkissaksóknari víki að öllu leyti. Einnig að skipaðir verði sérstakir saksóknarar yfir hverjum banka. fréttablaðið/daníel

„Hann ákveður sjálfur sitt hæfi og ég hef ekkert um það að segja," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um vanhæfi Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara.

Eva Joly, ráðgjafi vegna rannsóknar á íslenska bankahruninu, sagðist í Kastljósi í fyrradag vera þeirrar skoðunar að Valtýr ætti að víkja úr embætti að öllu leyti. Valtýr lýsti sig vanhæfan 18. maí síðastliðinn til að fara með mál er tengjast bankahruninu. Ástæðan er að sonur hans var einn af æðstu stjórnendum Exista.

Ragna átti fund með Evu Joly og Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, í gær og segir að þau hafi átt hreinskiptið samtal um þær lagabreytingar sem unnið er að. Hún segist ekki hafa trú á því að Eva hætti að vinna með íslenskum stjórnvöldum.

„Ég hef fulla trú á að það takist að finna botn í þessu máli. Fundurinn í gær gaf mér ekki tilefni til að halda annað," segir Ragna.

Hún segir jafnframt að verið sé að vinna að tillögum Evu um að skipaðir verði sjálfstæðir saksóknarar innan embættis sérstaks saksóknara. Eva Joly hefur lagt fram tillögur um að skipaðir verði sjálfstæðir saksóknarar yfir hverjum banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×