Innlent

Nýr þjóðleikhússtjóri óskast

Umsóknir um starf þjóðleikhússtjóra óskast.
Umsóknir um starf þjóðleikhússtjóra óskast. Mynd/Stefán
Embætti þjóðleikhússtjóra er nú laust til umsóknar eins og fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Þjóðleikhússtjóri er forstöðumaður Þjóðleikhússins og tekur þar með þátt í rekstri þess og listrænni stefnumörkun.

Frá árinu 2005 hefur Tinna Gunnlaugsdóttir gegnt embættinu.

Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embætti þjóðleikhússtjóra skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa.

Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir klukkan 16, föstudaginn 26. júní auk hugmynda umsækjenda um framtíðarsýn þeirra á starfsemi Þjóðleikhússins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×