Innlent

Ók fullur og stal blómum

Maðurinn stal meðal annars  tveimur blómvöndum.
Maðurinn stal meðal annars tveimur blómvöndum.

Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi og til sviptingar ökuréttar í fimm ár.

Maðurinn stal úr verslunum vörum fyrir nokkra tugi þúsunda. Hluta þeirra greiddi hann með greiðslukorti annars manns. Þá stal hann tveimur blómvöndum í Krónunni.

Hinn dæmdi var að auki tekinn drukkinn undir stýri. Hann hafði áður verið tekinn fullur og réttindalaus við akstur og voru þau mál sameinuð málinu nú. Maðurinn er erlendur ríkisborgari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×