Innlent

Gunnar Birgisson býðst til að hætta

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi hefur boðist til að hætta og greiða þannig fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í bænum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildum í dag en þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver taki við bæjarstjórastólnum.

Gunnar sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um málið. Fulltrúaráð Framsóknarflokksins hélt fund í gærkvöldi en mikið hefur verið rætt um milljónagreiðslur sem fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars hefur fengið frá bænum allar götur síðan hann varð bæjarstjóri.

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna, segir að boltinn sé hjá Gunnari, en segist hafa tekið afstöðu í málinu sem hann hafi fengið fullan stuðning við hjá fulltrúaráðinu. Hann vill hins vegar ekkert gefa upp um hver sú afstaða sé, það sé í verkahring Gunnars.

Heimildir herma þó að afstaða framsóknarmanna sé sú að núverandi samstarf gangi ekki áfram óbreytt. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins fundar á mánudaginn kemur og þá er búist við að botn verði kominn í málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×